Teljaraverkefni

Í október 2021 var settur upp teljari fyrir Oddfellow á göngu- og hjólastíginn sem liggur við Urriðarvöll í Garðabæ.

 

Er þessum rauntímateljara ætlað að telja umferð gangandi og hjólandi sem fer um þennann stíg til að meta umferð þeirra sem um svæðið fara vegna frekari uppbyggingar á svæðinu.

Í september 2021 var settur upp teljari fyrir Eyjafjarðarsveit á göngu- og hjólastíginn sem liggur milli Hrafnagils og Akureyrar.

 

Er þessum rauntímateljara ætlað að telja umferð gangandi og hjólandi sem er á milli þessara tveggja sveitafélaga.

Í ágúst 2021 var bætt við  þriðja teljaranum við Eldgosið í Fagradal og nú frá göngustígnum sem liggur frá bílastæði í Hrútsdal að Langahrygg, leið D fyrir Ferðamálastofu Íslands / UST.

 

Eru þá teljararnir orðnir þrír sem telja umferð göngufólks eftir þremur mismunandi leiðum, leið A og B að Geldingadölum og síðan leið C inn í Nátthaga og D að Langahrygg.

Með þessum teljurum verður nú enn betur hægt að hafa tölu á þeim sem líta gosið augum og munu þessir teljarar gefa verðmæt gögn sem hjálpa til við alla skipulagningu á svæðinu.

Í júní 2021  var settur upp teljari fyrir Ferðamálastofu Íslands / UST á göngustíginn við Látrabjarg á Vestfjörðum.

Er þetta liður  í þriðja áfanga hjá Ferðamálastofu í samstarfi við Umhverfisstofnun að rauntímatelja áfangastaði ferðamanna um allt land. Er þessi teljari viðbót við þá rauntímateljara sem við höfum þegar sett upp fyrir Ferðamálastofu og Umhverfisstofnun undanfarin misseri á álagsstöðum.

Í júní 2021 voru settir upp teljarar fyrir Ferðamálastofu Íslands / UST á göngustíginn að Dettifossi að austan en í nóvember 2020 var áður búið að setja upp teljara að vestan verðu. Einnig var settur upp teljari á göngustíginn að Hengifossi í Fljótsdal.

 

 

Er þetta loka áfangi að sinni hjá Ferðamálastofu í samstarfi við Umhverfisstofnun að rauntímatelja áfangastaði ferðamanna um allt land. Eru þessir teljarar viðbót við þá rauntímateljara sem við höfum þegar sett upp fyrir Ferðamálastofu og Umhverfisstofnun undanfarin misseri á álagsstöðum.

Í júní 2021 var bætt við  teljara við göngustíginn sem liggur frá Suðurstrandarvegi að gosinu og nú að Nátthaga, fyrir Ferðamálastofu Íslands / UST.

 

Eru þá teljararnir orðnir tveir sem telja umferð göngufólks eftir þremur mismunandi leiðum, leið A og B að Geldingadölum og síðan leið C inn í Nátthaga.

Með þessum teljara verður nú hægt að hafa tölu á þeim sem líta gosið augum og mun þessi teljari gefa verðmæt gögn sem hjálpa til við alla skipulagningu á svæðinu.

Í júní 2021 var settur upp teljari fyrir Ferðamálastofu Íslands / UST við innganginn á svæðið við Glaumbæ í Skagafirði.

 

 

Með þessu móti er hægt að greina mun betur fjölda þeirra sem heimsækja Glaumbæ og mun þessi teljari gefa verðmæt gögn sem hjálpa til við að halda utan um alla umferð sem sækja þennan ferðamannastað heim.

Í júní 2021 voru settir upp bílateljarar fyrir Ferðamálastofu Íslands / UST á aðreinarnar sem liggja að bílastæðunum tveimur við Jókulsárlón, sunnan og norðan við þjóðveginn, austan brúar. 

 

Þessir teljarar greina bílaumferð í þrjár stærðir af ökutækjum, fólksbíl, smárútu og stærri rútu. Með kvörðun á talningunni á ökutækjunum er svo hægt að telja fjölda þeirra gesta sem um svæðið fara frá bílastæðunum til að skoða lónið og munu þessir teljarar gefa verðmæt gögn sem hjálpa til við alla skipulagningu á svæðinu.

Í maí 2021 var settur upp teljari fyrir Ferðamálastofu Íslands / UST á göngustíginn sem liggur frá Þórsmörk yfir Fimmvörðuháls. 

Með þessu móti er hægt að greina fjölda þeirra sem fara frá Þórsmörk að Skógum og mun þessi teljari gefa verðmæt gögn sem hjálpa til við alla skipulagningu á svæðinu.

Í maí 2021 var settur upp teljari fyrir Ferðamálastofu Íslands / UST á göngustíginn sem liggur frá Þórsmörk efir hinum svokallaða Laugavegi. 

Með þessu móti er hægt að greina fjölda þeirra sem fara frá Þórsmörk að Landmannalaugum og mun þessi teljari gefa verðmæt gögn sem hjálpa til við alla skipulagningu á svæðinu.

Í maí 2021 var settur upp teljari fyrir Ferðamálastofu Íslands / UST við aðal göngustíginn sem liggur frá tjaldsvæðinu í Skaftafelli upp á heiðina fyrir ofan svæðið.

 

Með þessu móti er hægt að greina mun betur fjölda þeirra sem fara um Skaftafell og mun þessi teljari gefa verðmæt gögn sem hjálpa til við alla skipulagningu á svæðinu.

 

Í mars 2021 var settur upp teljari við göngustíginn sem liggur frá Suðurstrandarvegi að gosinu í Geldingadal fyrir Ferðamálastofu Íslands / UST. 

Stuðst var við aðstoð frá lögreglu og björgunarsveitinni á staðnum til að komast á vettvanginn.

Með þessum teljara verður nú hægt að hafa tölu á öllum þeim sem líta gosið augum og mun þessi teljari gefa verðmæt gögn sem hjálpa til við alla skipulagningu á svæðinu.

 

Í janúar 2021 var settur upp teljari á göngu- og hjólastíginn við Helgafell í Hafnarfirði.

Er teljarinn einn af mörgum rauntímateljurum sem settir hafa verið upp hjá sveitafélögunum á höfuðborgarsvæðinu til að efla talningu á umferð göngu- og hjólreiðafólks.

 

Í janúar 2021 var settur upp í samstarfi við Reykjavíkurborg og Vegagerðina upplýsingaturn á göngu- og hjólastíginn við Suðurlandsbraut. Hér má sjá upplýsingar úr upplýsingaturninum yfir umferð göngu- og hjólreiðafólks sem og úr öðrum upplýsingaturnum um allan heim.

https://www.eco-public.com/ParcPublic/?id=4586

 

Í janúar 2021 voru settir upp teljarar fyrir Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið, Ferðamálastofu Íslands / UST í Reynisfjöru Fjaðrárgljúfur og göngustíginn upp að Sólheimajökli.

Einnig var bætt við teljara á efrasvæðið við Gullfoss og austari innganginn á Geysissvæðinu. Er þetta áframhald af fyrsta áfanga af þrem hjá Ferðamálastofu í samstarfi við Umhverfisstofnun og ANR að rauntímatelja áfangastaði ferðamanna um allt land. Eru þessir teljarar viðbót við þá rauntímateljara sem við höfum þegar sett upp fyrir Ferðamálastofu og Umhverfisstofnun undanfarin misseri á álagsstöðum.

Í desember 2020 voru settir upp teljarar fyrir Ferðamálastofu Íslands / UST á göngustíginn upp á Esjuna og göngustíginn upp í Reykjadal ofan við Hveragerði.

Er þetta áframhald af fyrsta áfanga af þrem hjá Ferðamálastofu í samstarfi við Umhverfisstofnun að rauntímatelja áfangastaði ferðamanna um allt land. Eru þessir teljarar viðbót við þá rauntímateljara sem við höfum þegar sett upp fyrir Ferðamálastofu og Umhverfisstofnun undanfarin misseri á álagsstöðum.

 

Í nóvember 2020 voru settir upp teljarar fyrir Ferðamálastofu Íslands / UST á göngustíginn að Dettifossi að vestan og göngustíginn að Stuðlagili að vestan og austan verðu.

 

Er þetta áframhald af fyrsta áfanga af þrem hjá Ferðamálastofu í samstarfi við Umhverfisstofnun að rauntímatelja áfangastaði ferðamanna um allt land. Eru þessir teljarar viðbót við þá rauntímateljara sem við höfum þegar sett upp fyrir Ferðamálastofu og Umhverfisstofnun undanfarin misseri á álagsstöðum.

Í nóvember 2020 var gengið frá samningi við Reykjavíkurborg um kaup á 11 teljurum á reiðhjóla- og göngustígakerfi Reykjavíkurborgar.

Er þetta samningur í framhaldi af vinnu með sveitarfélögunum Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogsbæ, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnesi við kortlagningu á talningarstöðum fyrir teljara sem sveitarfélög áætla að setja upp  og samtengja sín á milli. Með þessu móti verður hægt að fylgjast m.a. með því hvar og hvenær álagið er sem mest í þessu samgöngukerfi, jafnframt sem þær upplýsingar sem teljararnir gefa nýtast sem nauðsynlegt hjálpartæki til frekari uppbyggingar stígakerfis innan Höfuðborgarsvæðisins.

 

Í október 2020 voru settir upp teljarar fyrir Ferðamálastofu Íslands / UST á göngustígana við Hvítserk í Vestur Húnavatnssýslu, Dynjanda á Vestfjörðum, Súgandisey hjá Stykkishólmi, Saxhól í Þjóðgarðinum á Snæfellsnesi, Hraunfossum í Borgarfirði og Seltúni á Reykjanesi.

Er þetta fyrsti áfangi af þrem hjá Ferðamálastofu í samstarfi við Umhverfisstofnun að rauntímatelja áfangastaði ferðamanna um allt land. Eru þessir teljarar viðbót við þá rauntímateljara sem við höfum þegar sett upp fyrir Ferðamálastofu og Umhverfisstofnun undanfarin misseri á álagsstöðum.

 

Í september 2020 voru settir upp í Reykjanesbæ teljarar fyrir hjóla- og göngustíga sveitarfélagsins. Jafnframt sem þeir voru tengir við almenna upplýsinga síðu sem sýnir talningar hvern dag. Hér má sjá síðuna. Almenn síða fyrir hjóla-og göngustígaumferð í Reykjanesbæ

 

Í júlí 2020 var setur upp teljari við göngustíginn að Geysi.

Er þessum teljara ætlað að gefa gögn í rauntíma um álag ferðamanna á svæðinu. Er þessi teljari viðbót við þá rauntímateljara sem við höfum þegar sett upp í Gullnahringnum t.d. á Þingvöllum og við Gullfoss.

 

Í febrúar 2020 tók UST yfir fólksteljarana sem eru við göngustígana austan og vestan við Goðafoss sem við hjá TGJ og telja.is höfðum komið fyrir 2017 og 2019.

Með þessari viðbót rauntímateljara frá frá Eco-Counter sem Umhverfisstofnum hefur yfir að ráða, er UST mun nær því en fyrr að vinna með rauntímagögn á svæðum sem eru í hennar umsjá.

 

Í desember 2019 var teljari frá Eco Counter settur upp í Húsdýragarðinum í Laugardalnum og tengdur inn á teljarakerfi Reykjavíkurborgar.

Með þessum viðbótum styrkist upplýsingakerfi Reykjavíkurborgar varðandi umferðartalningar enn þá frekar.

 

Í ágúst 2019 var gengið frá samningi við sveitarfélögin innan Höfuðborgarsvæðisins á öðrum áfanga á teljurum og hraðaskynjurum á reiðhjóla- og göngustígakerfi Höfuðborgarsvæðisins. Er þetta í framhaldi af vinnu með sveitarfélögunum Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogsbæ, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnesi við kortlagningu á talningarstöðum fyrir teljara sem sveitarfélög áætla að setja upp  og samtengja sín á milli. Með þessu móti verður hægt að fylgjast m.a. með því hvar og hvenær álagið er sem mest í þessu samgöngukerfi, jafnframt sem þær upplýsingar sem teljararnir gefa nýtast sem nauðsynlegt hjálpartæki til frekari uppbyggingar stígakerfis innan Höfuðborgarsvæðisins. Þessum áfanga lauk sumarið 2020

 

Í júní  2019 var settur upp teljari frá okkur á Vestfjörðum. 

Var hann settur upp í hinum fjölsótta Raggagarði í Súðavík og er honum ætlað er að telja umferð gesta sem um garðinn fara

 

Í maí 2019 var settur upp fólksteljari við göngustíginn sem er vestan við Goðafoss á nýju og endurbættu svæði við fossinn.

Fyrir er fólksteljari að austanverðu og verður því með þessum nýja teljara komin heilstæð rauntímatalning á þeim sem sækja þennan fallega foss heim.

 

Í febrúar 2019 bættist við  enn einn fólksteljari á höfuðborgarsvæðið. Er hann staðsettur á gönguleið við Vífilsstaðavatn – Garðabæ.

Er þessi einn af mörgum rauntímateljurum sem settir hafa verið upp hjá sveitafélögunum á höfuðborgarsvæðinu til að efla talningu á umferð göngu- og hjólreiðafólks.

 

Í september 2018 var settur upp teljarar fyrir WorldClass í Sundlaug Akureyrar.

Er þetta teljari til talningar á umferð fólks milli laugar og æfingarsvæðis.

 

Í júlí 2018 bættist við  enn einn fólksteljari á höfuðborgarsvæðið. Er hann staðsettur á gönguleið í Búrfellsgjá – Garðabæ.

Er þessi einn af mörgum rauntímateljurum sem settir verða upp hjá sveitafélögunum á höfuðborgarsvæðinu til að efla talningu á umferð göngu- og hjólreiðafólks á næstu misserum.

 

Í júní 2018 var gengið frá samningi við sveitarfélögin innan Höfuðborgarsvæðisins á teljurum og hraðaskynjurum á reiðhjóla- og göngustígakerfi Höfuðborgarsvæðisins. Er þetta í framhaldi af vinnu með sveitarfélögunum Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogsbæ, Reykjavík og Seltjarnarnesi við kortlagningu á talningarstöðum fyrir teljara sem sveitarfélög áætla að setja upp  og samtengja sín á milli. Með þessu móti verður hægt að fylgjast m.a. með því hvar og hvenær álagið er sem mest í þessu samgöngukerfi, jafnframt sem þær upplýsingar sem teljararnir gefa, nýtast sem gott hjálpartæki til frekari uppbyggingar innan Höfuðborgarsvæðisins.    Uppsetningu 1. áfanga lauk í september 2018.

 

Í júní 2018 var settur upp fólksteljari hjá Þingeyraklausturskirkju í Austur – Húnavatnssýslu.

Er honum ætlað að telja alla þá er sækja kirkjuna og Klaustursstofu heim. Er þetta nauðsynlegt hjálpartæki við þá vinnu sem verið er að vinna vegna gerð deiliskipulags fyrir svæðið sem og fyrir sóknarnefnd kirkjunar til allrar skipulagningar fyrir svæðið í framtíðinni.

 

Í maí 2018 settu starfsmenn TGJ og telja.is upp einn nákvæmasta fólksteljara úr Eco-Counter fjölskyldunni í Laugardalslaug.

Er þetta viðbót við þá teljara sem settir voru upp í vetur og er þessum ætlað að halda utan um alla þá er sækja Laugardalslaug heim.

 

Í apríl 2018 var settur upp teljari í fólkvanginum í Neskaupsstað.

Það er Fjarðabyggð sem setur þennan teljara upp til talningar á ferðamönnum í fólkvangnum í Neskaupsstað.Teljaranum er ætlað að gefa upp­lýs­ing­ar um fjölda fólks sem fer um fólkvanginn.

 

Í mars 2018 voru teljarar frá Eco Counter í Grasagarðinum í Laugardalnum tengdir inn á teljarakerfi Reykjavíkurborgar.

Með þessum viðbótum styrkist upplýsingakerfi Reykjavíkurborgar varðandi umferðartalningar á göngu- og reiðhjólastígum höfuðborgarinnar enn þá frekar.

 

Í mars 2018 voru settir upp teljarar fyrir Laugardalslaug.

Eru þetta teljarar til talningar á umferð fólks um svæði Laugardalslaugar.

 

Í nóvember 2017 var setttur upp telj­ari við Grábrók í Borgarfirði fyrir UST.

Teljarinn tel­ur alla þá sem leggja leið sína upp göngustíginn frá bílastæðinu upp á Gráborg. Teljaranum er ætlað að gefa upp­lýs­ing­ar um fjölda fólks sem gengur upp á Grábrók.

 

Í nóvember 2017 voru settir upp teljarar í Þjóðgarðinum á Þingvöllum .

Er þetta hluti af teljurum sem áætlað er að setja upp í Þjóðgarðinum. Teljurunum er ætlað að gefa upp­lýs­ing­ar um fjölda fólks sem fer um Þjóðgarðinn.

 

Í júní 2017 voru settir upp teljarar á reiðhjóla- og göngustígakerfi Reykjavíkurborgar.

Er þetta hluti af fyrirhuguðum teljurum sem Reykjavíkurborg áætlar að setja upp. Með þessu móti verður hægt að fylgjast m.a. með því hvar og hvenær álagið er sem mest í þessu samgöngukerfi, jafnframt sem þær upplýsingar sem teljararnir gefa, nýtast sem gott hjálpartæki til frekari uppbyggingar innan borgarinnar.

 

Í maí 2017 var settur upp telj­ari við Gullfoss fyrir UST.

Teljarinn tel­ur alla þá sem ganga frá þjónustuhúsinu niður að útsýnispallinum við Gullfoss. Teljaranum er ætlað að gefa upp­lýs­ing­ar um fjölda fólks sem er við Gullfoss.

 

Í apríl 2017 var settur upp telj­ari í Dimmu­borg­um í Mý­vatns­sveit fyrir UST.

Teljarinn tel­ur alla þá sem ganga inn um aðal­hliðið niður í borg­irn­ar. Teljaranum er ætlað að gefa upp­lýs­ing­ar um fjölda fólks sem fer í Dimmuborgir.

 

Þann 24. mars 2021 var settur upp teljari við göngustíginn sem liggur frá Suðurstrandarvegi að gosinu í Geldingadal fyrir Ferðamálastofu. 

Stuðst var við aðstoð frá lögreglu og björgunarsveitinni á staðnum til að komast á vettvanginn.

Með þessum teljara verður nú hægt að hafa tölu á öllum þeim sem líta gosið augum og mun þessi teljari gefa verðmæt gögn sem hjálpa til við alla skipulagningu á svæðinu.