Upplýsingar um fjölda þeirra sem sækja helstu ferðamannastaði Íslands heim og fara í gegnum fólksteljara sem settir hafa verið upp fyrir Ferðamálastofu má nálgast hér

 

 

 

Um er að ræða sjálfvirka rauntíma teljara frá Eco-Counter sem telja fjölda þeirra sem fara um þá staði sem teljurunum er komið fyrir á og koma gögnin frá þeim á 15 mínútna til 24 tíma fresti inn í gagnagrunninn ECO-VISIO, tilbúin til notkunar.

Með þessum teljurum má fá skýra mynd af fjölda fólks / farartækja á tilteknu svæði og upplýsingar um álagstíma innan hvers tíma, dags, viku eða mánaðar svo dæmi séu tekin.

Hægt er að aðgreina skráningar, hraða og stefnu á t.d. bílum, rútum, hjólum og gangandi umferð samstundis, allan ársins hring, allt eftir samsetningu teljaranna.

 

 

 

Með rauntímatalningu auðveldast öll skipulagning og innviða uppbygging, 

þar sem þess er þörf.

Upplýsingar eru strax uppá borði og því hægt að vernda viðkvæm álagssvæði, 

meta álagstíma þeirra og verja fyrir of miklu raski áður en í algjört óefni er komið.

Með rauntímatalningu sparast tími, vinnuafl og kostnaður 

sem getur verið dýrmætur og ómetanlegur þegar upp er staðið.

Rauntímatalning er ekki bara nauðsynleg heldur er hún mörgum skrefum á undan handahófskenndum talningaraðferðum sem gerðar eru af og til.

Forsendur til áætlanagerða byggðar á líkindareikningum, 

kalla á ódýrar og ónákvæmar talningar.

HELSTU SAMSTARFSAÐILAR